Ég hef meiri áhyggjur af gítarnum heldur en seljandanum.. Þetta virðist vera Ibanez, en verðið er ískyggilega lágt (reyndar byrja margir á $1 til að losa hlutinn örugglega út, því það skilar jafnvel hærra lokaverði en að byrja einhversstaðar rétt undir markaðsverði), og lýsingin er mjög shady. Hann minnst aldrei á hvernig gítar, úr hverju hann er eða hvað er í honum. Hann er með tvær lélegar myndir af öllu boddýinu, engin smáatriði, og hann hefur mest verið að selja bara “hittogþetta”, hefur kannski ekki mikið vit á hljóðfærum.
En hann er svosem ekki heldur búinn að koma sér almennilega fyrir á eBay heldur.. En ég myndi ekki versla dýran hlut af aðila svona langt í burtu sem er með svona litla reynslu.
Ég að vísu sparaði helling einu sinni á að kaupa gítar af manni með lágt feedback og lélega uppboðslýsingu. En ég hafði góðar ástæður fyrir því að treysta honum, þósvo margir héldu sig frá vegna lélegrar uppboðslýsingar. Ég skoðaði önnur uppboð hjá honum, bæði sem voru í gangi og sem voru búin, og sá þar að hann var augljóslega að þynna niður hljóðfærasafnið sitt, og allar myndir, þó svo þlr væru fáar og lélegar, í öllum uppboðum voru teknar á sama rauða teppinu, svo það var afar hæpið að þær væru stolnar. Þessi seljandi hér að ofan hefur engan svona samnefnara sem fær mann til að treysta honum svo ég myndi halda mig frá honum.