Ég er búinn að spila í hartnær áratug og er með tvær lampahálfstæður uppi í húsnæði, en skammast mín ekkert fyrir það að vera með Line6 2x12 combo heima (reyndar Flextone, næsti klassi ofan við Spiderinn)
Transistorakraftmagnari gefur jöfn hljómgæði sama hve mikið eða lítið er hækkað, svo hann getur hljómað vel án þess að æra nágrannana.
Með 2 12“ keilur gæti ég samt alveg náð í þann hávaða og þéttleika sem þarf skildi ég ná mér í einhvers konar hliðarverkefni.
Módúlurnar eru svosem misjafnar, en þær sem ég nota mest hljóma asskoti vel, sama hvort þær eru eitthvað nálægt mögnurunum sem verið er að stæla.
Flestir fara svipaða leið í gegnum fyrstu árin á gítar hvað magnara varðar, byrja ótrúlega margir á 10-15W 1x8 combo.. fara þaðan yfirleitt í transistoracombo með 1 eða 2 12” keilum, og síðan þaðan ýmist í lampacombo með 12" keilum eða í lampahálfstæðu…
Full margir hlaupa bara beint út í búð þegar þeir þurfa að stækka við sig, sérstaklega úr skrefi 1 í skref 2, og því sitja þeir sem eru aðeins lengra komnir og eru að stækka í næsta skref fyrir ofan uppi með sína magnara. Svo þarf næsta kynslóð að fara að stækka við sig, og þá er sama sagan.
Þess vegna er þetta gríðarlega magn af 1x12 og 2x12 transistoracomboum hérna (Ekki bara Spider, heldur líka Marshall, bæði MG og AVT og Fender Frontman). Þeir sem myndu kaupa svona eru oft og bráðir á sér að hlaupa út í búð.