ég er bara að pæla, ég er að fara í hljómsveit með gæja með 7 strengja gítar og ég er með 6 strengja gítar… spurning hvort það sé í lagi að droppa gítarinn um 2 og hálfu stefi ?
Ef þú setur nógu djöfulli þykka strengi þá ætti að vera sama spenna á hálsinn og ef þú værir með hann stilltan í E. Ég man ekki hvað gefur sambærilega spennu, en ég er með 13-54 í bariton gítar (27" frá brú að hnetu, en ekki 25,5 eða 24,75 eins og á venjulegum gíturum), svo þú þarft örugglega eitthvað aðeins þykkara en það..
myndi t.d. þarna Not Even Slinky frá Earnie Ball virka? það eru strengir ætliðir fyrir virkilega mikið drop.. ábyggilega ekkert spes strengi en ættu að duga liklegast
Not even slinky er einmitt held ég settið sem ég er með í baritoninum. Þú getur alveg byrjað þar og unnið þig svo upp á við. Ég myndi halda að það sé of grannt, því ég hef verið jafnvel að spá í að setja aðeins þykkara í baritoninn..
Það fer ekki vel með gítarinn að hoppa svona milli stillinga með sömu strengi. Ef þú ert að spila jafnt í B og D þá verðurðu eiginlega að vera með tvo gítara..
já ég er reyndar með 2 gítara sko.. en hefði áhuga á að eiga tvo til að spila í D en ég mun hafa annan alltaf í D þar sem hann erm eð Floyd Rose… en svo er ég að fá nýjann, reyndar gamlann en hey nýr hjá mér, en hann er s.s. með Tune-O-Matic brú
mæli með þykkara GHS Zakk Wylde settinu eða einhverju sambærilegu ef þú ætlar að droppa hann svona mikið. Þetta fer ekki illa með hálsinn en þú gætir þurft að stilla thrus rod'ið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..