Þú þarft að hafa kreditkort og það er líklegast öruggast fyrir þig að sign-a up hjá Paypal í kjölfarið. Svo verður þú að átta þig á því að þú ert með 0 í feedback þannig að þú gætir þurft að senda póst á seljandann til þess að spyrja hvort að þú megir bjóða. Það er svolítið erfitt að byrja fyrst af því að maður er með svo fá feedback sem stjórna þessu community alveg.
http://pages.ebay.com/education/?ssPageName=home:f:f:USÞarna áttu að finna allar helstu upplýsingar og svo bara að fikra sig áfram… oft gott að versla gítarneglur eða eitthvað ódýrt bara til að fá smá feedback… ekki að maður þurfi það.
Passaðu þig bara á því að hafa samband við seljanda a.m.k. 2-3 dögum áður en uppboðið rennur út svo að hann hafi tíma til að svara þér. Oftast svara þeir ekki póst sem þeim berst nokkrum klukkutímum fyrir enda uppboðs.
Annars er ég orðinn nokkuð sjóaður… búinn að versla á ebay fyrir yfir $5000 og aldrei lent í neinum skít.