Jæja… þá er ég loksins búinn að skella lömpunum í Peavey-inn.
Ég keypti Blues-sett af JJ lömpum frá www.eurotubes.com til þess að setja í Peavey magnarann minn. Ég keypti af þessari síðu vegna þess að þeir voru með svona pakka sem voru mjög hagstæðir fyrir ekki svo löngu síðan. Fyrir utan það þá kom það mér svolítið á óvart að það skiptir miklu máli í hvaða ‘stæði’ formagnaralamparnir eru.
Ég keypti Blues-settið vegna þess að ég keyri magnarann sjaldan/aldrei yfir 6 á mastervolume og bað því um lampa sem væru paraðir fyrir kristaltært clean sánd og fyrir blúsað overdrive. Auk þess þá bað ég um að lamparnir væru paraðir þannig að þeir myndu byrja að bjaga snemma af því að ég keyri hann aldrei mjög hátt.
Ég lagði inn pöntun á laugardegi um miðjan dag og næsta föstudag voru þeir komnir til landsins. Þeim var vel innpakkað og það fylgdi með nóta sem á stóð í hvaða lampastæði hver formagnaralampi ætti að fara í. Ég hef sjaldan lent í svona góðri þjónustu þegar ég er að versla að utan og það er víst þannig að hann svarar öllum póstum sem honum berast ótrúlega fljótt þannig að ef maður hefur einhverjar spurningar varðandi lampa og JJ-lampa sérstaklega þá er þetta gaurinn til þess að tala við.
Ég borgaði 6000 fyrir settið; 3 x 12AX7 lampa og 4 x EL84. Ég borgaði semsagt 6000 fyrir lampana, sendingarkostnað og virðisaukaskatt. Þetta er svipað og maður borgar fyrir formagnaralampana út úr búð hérlendis!
Allaveganna… Ég er ótrúlega ánægður með sándið og það er svolítið langt síðan að ég komst upp á lagið með að nota bara JJ-lampa. Ef þið lesið ykkur til um lampana á www.tubedepot.com þá getið þið auðveldlega mótað ykkur skoðun á þeim sem þið eruð að fíla.
Ég skellti þeim í hjá mér og það er greinilega meiri ‘hávaði’ núna eftir að ég setti þetta sett í. Ég var reyndar með JJ-lampa í en þeir voru óparaðir og 12AX7 lamparnir voru frá einhverjum öðrum en JJ. Ég plöggaði G&L-inum mínum beint í (án effekta) og sándið var bókstaflega geggjað! Ég hækkaði reyndar bara upp í 7 á clean-rásinni til þess að tjékka á því hvort að blúsaða sándið myndi kicka inn sem það gerði. Það er reyndar ekki sniðugt að plögga G&L-inum í svona í fyrstu atrenu af því að pickupparnir á honum eru svo heitir að það er bara varla sambærilegt. Ég prófa Epiphone-inn og Fenderinn næst.
Ég prófaði að setja bæði pre og post gainið í botn til þess að tjékka á því hvernig það kæmi út og með G&L-inum minnti það mig einna helst á early-Eric Clapton (Cream-era), allaveganna mjög blúsað og flott sánd. Botninn, miðjan og toppurinn er miklu skýrari en þeir voru þó svo að hann sé orðinn blúsaðri.
Ég mæli allaveganna hiklaust með þessari vefverslun og versla alveg bókað við þá í framtíðinni. Ég hvet ykkur til þess að skoða þessa síðu og þið getið séð hvaða ‘pakkar’ eru í boði með því að fara inn á síðuna og smella á ‘Shop online’ en þar er útlistun á þeim pökkum sem eru í boði fyrir Fender, Peavey, Mesa, Marshall og Crate svo einhverjir séu nefndir. Algjör snilld!