Vá, hvað þetta var versta útskýring sem ég hef séð…
Floyd Rose er einfaldlega bara brú á gítar. Þetta er svona “fljótandi kerfi” þar sem brúin er ekki föst við gítarinn þannig séð. Það þarf ekkert að vera mikið vesen að skipta um strengi á þessu, kannski fyrst þegar maður lærir á það en maður lærir á þetta. En svo eru strengirnir læstir uppi við nut-ið á gítarnum (uppi á hálsinum) sem gerir gítarnum kleift að halda stillingu betur. Gítarinn er nefnilega læstur í ákveðinni stillingu og þótt þú “dive-bombar” með sveifinni þá fer gítarinn alltaf aftur í rétta stillinug og afstillist ekkert. Eða ætti allavega ekki að afstillast, allavega ekki mikið, ekki þannig að það heyrist.
En annars er kannski svolítið erfitt að útskýra þetta kerfi almennilega. Þú getur lesið um kerfið á t.d. wikipedia:
http://en.wikipedia.org/wiki/Floyd_Rose