Ég átti 2x12 Marshall valvestate combo sem ég seldi þegar ég eignaðist minn fyrsta lampahaus svo ég hélt ég myndi ekkert hafa við hann að gera, en svo þegar ég fór að detta aðeins lengra ofan í þetta hobbý, þá fór ég mikið að sjá eftir því að hafa selt þennan magnara, því “eitthvað minna” bara soundaði ekki nógu vel þósvo það væri bara til heimanotkunar.
Þú þarft ekkert að hlusta á ráð mín frekar en þú vilt, en ég mæli með því ef þú ert ekki alveg á kvínandi kúpunni að þú haldir þessum magnara. Hver veit nema þú komist í aðra hljómsveit fljótlega, og þá þarftu að eiga magnara sem heldur í við trommusett. Leiðinlegt að þurfa að stressa sig á því að kaupa nógu stóran magnara, mikið hentugra að eiga þetta ready (ég var lengi með tvær lampahálfstæður inni í herbergi hjá pabba og mömmu, kveikti varla á þeim, og þegar ég gerði það þá hækkaði ég aldrei yfir 2, en ég þurfti þá á móti ekki að fara að eyða tíma og peningum í að leita að nógu háværum magnara þegar ég fann mér band).
Svo líka ef þú ferð að sökkva dýpra í græjudelluna, þá dugar varla mikið minna sem æfingamagnari heldur, eins og ég komst að. Ég fékk bara ógeð á 15W krílum. Jújú, þau magna upp hljóminn úr gítarnum, en þau hljóma sjaldnast mjög fallega fyrir einhvern sem er of góðu vanur..
En ef þig vantar peninginn og heldur að það sé eitthvað betra fyrir þig þarna úti þá náttúrulega selurðu gripinn. Ekki láta gamlan dellukall sem heldur að þú gætir fallið í sömu gryfju og hann sjálfur gera einhverjar ákvarðanir fyrir þig :P