Þetta er ekki nema um 100-200w magnari þar til boxið er komið, var að ræða við verslunarstjóra tónabúðarinnar og ég var að tala við hann í sambandi við minni týpuna og hann sagði mér að þetta væri alls ekkert 300w magnari þangað til 2x10 eða eitthvað eða stærra box væri komið með.
Þó að þú sért að fara með magnarann á svona stað þarftu í raun ekki svona stóran magnara samt, ég var að spila í Víðistaðaskóla (komast um 500 manns þarna inn) og þar var ég að spila í gegnum 100w Fender Rumble magnara sem að var hel… kröftugur þar.
Eins og ég segi þá er það ekki stærðin sem er allt, svo er líka lausn að tengja í hljóðkerfi ef þú ert með of lítinn magnara þarna.
En hins vegar er auðvitað gott að ef þú ert viss um að halda áfram að spila á bassa að kaupa strax öflugan magnara sem að myndi nægja næstu 10-20 árin fyrir þig, en þá er eins gott að fara alla leið og taka ekki neinn kettling þar;) hehe