Okey, síðan ég byrjaði að spila á gítar þá hef ég alltaf glímt við það vandamál að vera lélegur í að skipta um strengi. Ég virðist aldrei vera sáttur með útkomuna þegar ég er búinn að gera skiptunga. En núna er ég orðin nokkuð pirraður á þessu og leita því til ykkar, efast um að ég fái einhver svör svona gegnum netið því það er örugglega fjandi erfitt að útskýra hvernig maður skiptir um strengi svona með skriflegum máta, en ég vil bara létta þessu af mér. Vám. Ég er á Fender Stratocaster.
Þannig okeyy, ég er buinn að skipta um strengi og allt gekk vel, en neii ! Það heyrist þvílíkur skruðningur í strengjunum.
Og skruðningurinn kemur HÉÐAN: http://pic15.picturetrail.com/VOL607/4653312/9729781/138765862.jpg
Eins og strengurinn sé eitthvað laus á þessu og rekist alltaf í þetta þegar ég slæ rétt á hann. Brrr…
Ok þetta var fyrra vandamálið. Seinna vandamálið er að gítarinn verður fljótt falskur, ég er alltaf að stilla hann. Það er eins og strengirnir hafi sjálfstæða hugsun.
Hérna er falleg mynd af hausnum, ykkur til skemmtunar: http://pic15.picturetrail.com/VOL607/4653312/9729781/138765866.jpg
Jæja, núna er ég búinn að létta þessu af mér, vonast eftir einhverjum svörum, takk fyrir.