Yfirleitt er munur á upprunalegu hönnuninni og þeirri “stolnu” það mikill að ekkert er hægt að gera.
Mál hafa farið fyrir dóm vegna þessa, Gibson kærðu PRS vegna þess að Singlecut þótti of líkur Les Paul. Þeir töpuðu, vegna þess að Singlecut er ekki NÁKVÆMLEGA eins. Áður höfðu þeir kært ESP fyrir að framleiða Explorer og Flying-V gítara. Ekki veit ég hvort málið fór alla leið fyrir dómstóla, en sölu á þessum gíturum í Ameríku (og að því er virðist öðrum svæðum heimsins líka, að Japan undanskildu) var hætt. Þeir gítarar voru líka því sem næst nákvæmlega eins og fyrirmyndirnar, nema hvað að flestar brúnir voru eilítið skarpari og þeir voru fræstir aftan frá (s.s. ekkert pickguard).
Fender eiga réttinn á Stratocaster og Randy Rhoads, ALLIR eru að framleiða Strat body, mörg hver nákvæmlega eins og Fenderinn, nema með öðrum headstock. Gibson/ESP Explorermálið sýnir að það er ekki nóg að skerpa horn og sleppa pickguard, samt fá allir að framleiða superstrata í friði. Þeir nenna sennilega ekki að eltast við það, eða vilja bara eyða orkunni í annað, enda færi enginn sem þekkir til gæðahljóðfæra að taka feil á rándýrum Fender USA Strat og indónesískri Appolo eftirlíkingu, og maður í leit að bolt-on Strat með þrjá singlecoil pickuppa færi ekki að taka neck-trough Jackson Dinky (eða hvað sem þeir heita) með tvo humbuckera í staðinn. Enginn fær hins vegar að selja RR kópíur í Ameríku, enda er sú hönnun öllu sérstakari. ESP þurftu að lengja neðri “fótinn” á Alexi Laiho signature gítarnum sem þeir framleiða fyrir Ameríkumarkað. Það sýnir að það er ekki bara pólisía hjá Fender að leyfa öllum að fá hannanirnar sínar “lánaðar”, það skiptir máli hvaða hönnun það er, hvort það tekur því að eltast við það.
Eins eru ESP með þynnri boddý, minna “horn” og færri takka (tvær síðarnefndu breytingarnar gilda reyndar bara um gítara framleidda fyrir Ameríkumarkað, því reglurnar eru strangari þar) á ESP Eclipse því annars væri hann of líkur Les Paul.
Ég get alveg lofað þér því að ef þessir gítarar væru nógu líkir til að jaðra við höfundarréttarbrot svo “hermikrákurnar” þyrftu að fara að borga fyrir réttinn þá myndu þeir breyta hönnuninni enn frekar, því það borgar sig örugglega ekki að vera að borga höfundarrétt af boddýi á ódýrari gíturum. Þeir eru nógu ólíkir svo þetta telst þeirra hönnun, jafnvel þótt það er augljóst hvaðan innblásturinn kemur.