Ahm.. áttu bara að vera í framleiðslu árið 2005 í tilefni af 30 ára afmæli ESP.. Nú er kominn í staðinn bassi sem heitir B-500, basically eins, nema með (held ég) blokk með módelheiti í stað “30” á 12.bandi.
Samt miðað við hraðan sem ESP dælir út vörunum sínum (hvort sem er ESP eða LTD) þá gætu enn birst nokkrir B2005 í búðum, og einhverjir mánuðir verið í að B500 fari að sjást..
En þetta er örugglega mjög fínn bassi hvort sem þú nærð í 2005 eða 500.. gæðastandardinn á að vera sá sami og á 400 seríunni, sem eru frábær millistéttarhljóðfæri.
Svona satín lakk á það samt til að byrja að glansa á þeim svæðum sem hendurnar á þér snerta það mikið, eins og sést (held ég, skjárinn minn er orðinn hálfdapur) á þessari mynd:
http://www.internet.is/bjornkrb/explorer4.jpg .. mér persónulega finnst þetta bara gefa hljóðfærinu karakter, en þetta fer í taugarnar á sumum..