Veistu, ef þú ætlar þér að verða virkilega góður tónlistar maður og jafnvel “pro” einhvern daginn þá munntu kanski einn daginn komast að því að þú munnt ekki alltaf hafa fyrirmyndina fyrir framan þig til að hlusta á. Klassíkin er auðvitað kjörið dæmi fyrir þetta þó mig gruni að þú sért í rokkinu/poppinu eða eitthvað skylt því. En settu þig í spor fiðlara í sinfoníunni, vinnan þín er að læra að spila verkið sem þér er falið og ég skal fullvissa þig um það að hljómsveitarstjórnandinn mun ekki mæta með ghettoblaster og spila lagið aftur og aftur fyrir sinfóníuna sína að liggja yfir, neibbs, hann notar nótur og eins og þeir sem kunna að lesa nót vita þá átt þú að geta spilað verkið fremur mikið líkt því sem kompóserinn ætlaði að útkoman væri jafnvel þótt að fíl og svoleiðis dótarí er eitthvað sem maður verður að finna sjálfur. En já þú hugsar væntanlega, ég er engin fiðlari í sinfóníu ég er rokkari(eða poppari eða metalisti eða guð veit hvað) og ég picka upp lögin mín og það æfi tónheyrnina mína. Well já það er allt gott og blessað og ég dáist að þessari leið til að þjálfa tónheyrn en það þýðir ekki að nótur séu ekki mikilvægar í poppaðri gerðum af tónlist. Well ok segjum t.d. að nú ert þú atvinnu tónlistarmaður og vinnur sem session spilari í stúdíói, það fer auðvitað mikið eftir verkefnum, en ég skal segja þér þú munnt aldre fá það djobb án þess að kunna nótur, ekki nema þú sért næsti hendrix eða eitthva í þá áttina, en jæja session spilarar fá oft nótur sem þeir spila eftir og fá góða lýsingu á fýlinu í laginu frá höfindinum/pródúsernum og svona, en þú getur ekki notað tónheyrnina þína í að picka upp lag sem er ekki ennþá beint til er það? Annað not sem þú gætir haft fyrir nótur væri til dæmis ef þú ætlar þér einhvertíma á æviskeiðinu að semja eigið lag, þá eru nótur mjög nothæfar til að koma hugmyndinni þinni á prent þar sem oft er t.d. auðveldara að komst í blað og blýant en upptökugræjur. Og já fyrst við erum að byrjaðir á að tala um að nótur séu nothæfar við tónsmíð virkar þetta að sjálfsögðu öfugt líka, þú gætir þurft að kenna einhverjum öðrum lagið þitt sem er ekki jafn fær í tónheyrn, þú gætir þurft að skrifa út parta til session spilara sem vinna fyrir þig að verkefni, oooooooog svo eru nótur líka nothæfir til að læra þessi lög sem þú nefndir sem þú bara nærð ekki að picka upp, þó þú getir ekki pickað allt upp þarf ekki að vera að það sé ekki gaman að kunna lagið og þú þú náir ekki að picka það upp þýðir það ekki að þú getir ekki spilað það.
En já, til að fyrirbyggja misskylning þá langar mig að koma á framfæri að mér finnst þessi aðferð þín allveg hreint ágæt og er hún eflaust góð þjálfun, en tilgangurinn með öllu þessu var nú bara að koma því útúr mér að ég sé ekki sammála þér með að nótur séu bara eitthvað hjálpartæki til þess að læra lög.