OK :-) Megnið er komið fram.
1) Magnarar skiptast í tvo megin hópa
Annarsvegar Lampa Isl / Tube USA / Valve GB
Það er magnari sem vinnur með lampa. Straumrásin fer í genum spennubreyti sem breytir henni í riðstrau, síðan eru notaðir lampar til að styra hvernig straumurinn fer í genum magnarann og í raun vinna hljómnnn, þeir virka svona eins og ventlar ( Valve UK) Það eru tveir þrjár mismunandi aðferðir til að láta þá vinna. Algengast er A/B þá er öllum straumnum styrt en einnig bara A þá er altaf jafnstraumur í gegn…….. bara svona tækni bull sem á kannski ekki heima sem svar við þessari spurningu. Síðan fer straumurin í genum outputtransformer ( kann ekki Ísl orð) og út í hátalara.
Hinnsvegar eru transistorar, (solidstade) þeir nota bara í raun diodur transistora og þétta til að magna upp upprunalega merkið. Slíkir magnarar gefa venjulega flott hreint sound. Algengir í öllu og fínir sem t.d söngkerfi ofl.
Málið er bara að gítarleikarar vilja láta hljóminn sinn brotna. Að flestra mati fæst flottasta overdrive hljómurinn þegar lamparnir fara að yfirkeyra ná ekki alveg upprunalegu hugsuninni og bjaga hljóðið :-)
Til að nálgast þetta er búið til blöff yfirkeyrslu hljóð í transistormögnurum. Stundum með diodum, stundum með einum lampa í formagnara ( T.D Marshall valvestade) Stundum með tölvugerðum eftirhermum, ( Line 6 Spider) En í grunnin þá eru þetta eftirhermur en samt þarft þú og þín eyru að velja firir þig þinn hljóm. Kannski fílar þú bara best þannig hljóm.
Ending og afskriftir, einhverjir voru að minnast á svoleiðis. Reikna má með að Transistormagnara lækki um 10-20 % á ári og séu að fullu afskrifaðir á ca 5-10 árum. Lampamagnarar eru soldið öðruvísi þar sem slitstykkin eru lamparnir sjálfir. Ef menn spila mkið þarf jafnvel að skifta um kraftlampana árlega. Það þýðir að þeir eru aðeins dyrari í rekstri en hinnvegar falla þeir lítið í verði. Það er slegist um gamla Marshalla og Fndera Hiwatta og Oranga og …… Ef þú rekst á einhvað slíkt einhverstaðar í geymslu þá ertu í fínum málum.
En slíkir afskrifast einhvað fyrstu 2-3 árin svo bara halda þeir sér í verði.
2. Þegar kveigt er á lampa magnara þá þarf að hita hann aðeins ca 2-5 mín. án þess að spila. Þessvegna eru venjulega tveir rofar á þeim, einn til að kveikja annar fyrir stnadby svona til að ekki sé spilað fyrr en lampin er orðin volgur.
Venjulega sérðu líka inn í lamamagnara þar sem þeir hitna meira þá þurfa þeir mikkla loftun. Inn um lotunina ættirðu að sjá í lampana. Annarsvegar forlampa3-6 stykki svona ca 2 cm á stærð og svo kraftlampana ca 6-7 cm en þeir eru í pörum, oftast 2 eða 4 (50-100 wött)
Transistir er í dag oftast bara prentplötur svipað og í tölvum :-(
3. Að þér líki hljómurinn það er númer 1-2 og 3.
Stærð eða kraftur þarf líka að vera í tagti við það sem á að nota hann. Hundfúlt að vera með 100 watta lampa magnara nema þú hafir pláss til að láta hann virka. Lampamagnari á 1-3 hljómar bara la la. Ekki of stóran og ekki of lítinn heldur. ATH watta tala er mælikvarði á rafmagnseyðslu magnaranns, ekki kraftin úr honum.
30 watta a/b lapi ætti að nálgast 50 watta a lapmpa og kannski 90 watta transistor í hávaða. það er í raun varla hægt að bera saman afl milli magnara typa. En lét þetta samt vaða. Þessar stærðir duga til að spila með trommara en þú þekkir sennilega að þeir geta verið hávaðarsamir. Og þá þufa allir að stilla sig eftir þeim.
4 og 5 OK þetta er nátturulega snúinn spurning því það er hægt að fara endalaust í allar áttir.
100-150 watta solid stade t.d spider dugar alveg með trommara fást á einvað 40 þús. Sjálfur mundi ég mæla með 2*12 lampa magnara. DSL væri minn fyrsti kostur en hann er dyr. það eru að koma á markaðin Peavey lampamagnarar sem eru framleiddir í kín og heita Valvestar eða einhvað slíkt. Verða nýir milli 40 og 50 held ég. Reglulega spennandi kostur. Svo má líka altaf leija hjá Begga bassanum í Buff en hann leigir kerfi á tónleika. Annars fara ekki saman verð og gæði svo það er ekkert að því að vera þolimóður og finna besta dílinn.
Ekkert að því að kaupa notað eða slitið ef þú finnur það. Rock hefur aldrei snúist um að vera með minnst notuðu græjurnar eða minnst rispuðu :-)
Jæja þetta er orðið allt of langt til að nokkur nenni að lesa þetta ……… Gang þér vel.
E