Þetta er auðvitað byrjendapakki frá Paiste, sá sem er lægstur í röðinni í rauninni og því eru gæðin væntanlega eftir því.
Þetta hét áður Paiste 302 minnir mig, en svo breyttu þeir því í þetta PST dæmi(líka til eitthvað sem heitir PST 5, sem var áður Paiste 502…), held samt að þeir hafi eitthvað breytt framleiðsluaðferðinni/málmtegundunum í diskunum en ef þú ætlar að leggja trommuleikinn fyrir þig, þá mæli ég frekar með því að þú leggir meira fyrir og kaupir þér eitthvað aðeins betra…ef þú vilt fá þessa standard pakka, þá ættirðu að kíkja á t.d. það sem Sabian og Zildjian er með…fínt verð t.d. á Ebay á þessu frá viðurkenndum búðum.
P.S. Ef þú kíkir t.d. á verðlistann hjá Tónabúðinni á Paiste diskum:
http://www.tonabudin.is/myndir/Verdlistar/Paiste%20Jul%2005.htm geturðu séð að verðið á PST3 pakkanum og 302 diskunum saman, er ansi nálægt því að vera það sama, einkum vegna þess að Paiste eru hættir framleiðslu á 302 línunni, sem er nánast sú sama og þetta PST3 dæmi í dag…;)