ég hef nú ekki gerst svo frægur að spila í gegnum Randall magnara þannig að ég get ekki sagt til um það, en ég hef heyrt misjafna hluti, bæði mjög góða og slæma. Varðandi þessa Fender hugmynd þá var það nú bara til að nefna einhvern magnara með mikið clean headroom, mundu samt að fender hafa ekki verið neitt sérstaklega frægir fyrir transistormagnara sína, en lampamagnararnir þeirra eru geðveikir, allt annað dæmi þar í gangi.
Það sem heillar mig við Fender lampamagnarana er í raun það sama og heillar mig við Orange, það er einfaldleikinn. Þeir skila svo vel eiginleikum gítarsins sem maður er með og pedulunum, svo er þetta líka draumur allra magnaraviðgerðamanna, auðvelt að gera við og ekkert auka drasl til að “skemma” sándið.
Annars undirstrika ég bara að þú veður að fara og prófa eins mikið af mögnurum eins og þú getur, og einnig að láta ekki verðið stjórna öllu, ef þú ætlar að eyða 100.000 en sérð magnara sem heillar þig á 120.000, bíddu þá aðeins og láttu svo vaða í þann dýrari, þegar þú ert farinn að eyða svona fjármunum áttu ekki að þurfa að sætta þig við neitt, bara að fá þér það sem heillar þig. Vona að þetta hjálpi eitthvað.