mæli með því að þú farir bara niðrí tónabúð og prófir Fernandes gítarana. Ég hef prófað bæði nokkuð góða og hræðilega Fernandes gítara. Þú verður bara að fara hring og koma við í öllum hljóðfæraverslununum og sjá hvað þú fílar. Láttu ekki draga þig of mikið í þetta ESP/Ltd/Jackson æði þó að vissulega framleiði ESP marga mjög frambærilega gítara, sérstaklega með Seymour duncan pickupum. Ltd eru mun ódýrari og það er góð ástæða fyrir því, ódýrt vinnuafl og ódýrari efniviður.
Ef þú ert að spá í að eyða í kringum 50.000 kallinn mæli ég með Godin gítar sem var í tónastöðinni á 52.000 ef ég man rétt, það er sennilega einhver skemmtilegasti gítar sem ég hef prófa miðað við pening, sándaði flott, vel upp settur og góður frágangur á honum. Það er til fullt af góðum framleiðindum sem kosta ekki mjög mikið og jafnvel framleiddir í usa eða canada. Ég myndi fara varlega í undirmerki stórra framleiðenda svosem Epiphone, Ltd, Squier og fleiri, þá eru í rauninni að borga helling pening fyrir Gibson, ESP, Fender stimpilinn en færð ódýra framleiðslu og lakara gæðaeftirlit. Ekki það að þeir séu ófærir um að framleiða góð hljóðfæri en það er oft happa glappa um hvernig eintak maður fær, sjálfur var ég mjög heppinn með Epiphone SG gítar sem ég keypti fyrir nokkrum árum, rafkerfið var hinsvegar algjört sorp og það var ekkert annað í stöðunni en að skipta því út (setti EMG-85/81 sett, sem var reyndar frekar vond hugmynd, fínt í metal en ég get ekki notað hann í neitt annað).
Eníhú, ég ætla að hætta þessu áður en ég fæ 100 fúla Kirk Hammet aðdáendur heim til mín með tómata, prófaðu bara nóg af mismunandi gíturum og sjáðu hvernig hálsa, boddý og pickupa þú fílar, það er ekkert rétt eða rangt í þessum efnum.