Til þess að fá sambærilegan moll, þ.e. moll með sömu formerkjum er nóg að lækka sig niður um þrjú lítil tónbil, (oftast), eða tvær nótur. F dúr hefur sömu formerki og d mollog þaðan. Hljómhæfur er þegar sjötti og sjöundi tónn tónstigans er hækkaður og það er spilað eins upp og niður. Í laghæfum tónstiga er sjötti tónninn hækkaður og svo afturkallaður á leiðinni til baka.
Blústónstigar eru eitthvað funky drasl sem er eiginlega algjör óþarfi (nema kannski ef einhver vill fá réttan gítarhljóm og þá kemur eitthvað SUS2 drasl fyrir aftan eða eitthvað álíka spennandi). Mig minnir reyndar að það sé hægt að fá einhvern blústónstiga með því að hækka fimmta tón tónstigans en ég man það ekki fullkomlega. Það er alltaf hægt að spila blús, skiptir ekki máli innan hvaða tónstiga. Til þess að spila almennilegan blús þarf bara að hafa sálina á bak við tónlistina.