Miðað við það að það er ekki hægt að google-a þessa gítara og að það sé ekki hægt að froogle-a þá heldur þá er þetta annað hvort það biggest crap ever að það selur þá enginn nema Gítarinn eða að þeir séu það nýir að það sé ekki til nein review.
Ég myndi EKKI kaup hann af því að þetta er óþekkt merki og þú getur fengið merki á borð við Tribute (Tónastöðin), Squire (Hljóðfærahúsið), Washburn (Tónabúðin) og Dean (Rín) í sama verðflokki og jafnvel Epiphone, Fender (MEX, JPN) að utan ónotaða…
Ég myndi auk þess EKKI kaup hann af því að miðað við þetta sem ég fann hérna:
http://www.chuangyinyuan.com/goods_list.php?Index=143&PHPSESSID=c5fe042cea694b3b802cb648d81b8bf9og miðað við það að þetta sé kínverskur gjaldmiðill sem þarna er gefinn upp þá lítur dæmið svona út:
810 Chinese Yuan Renminbi = 7,019.67 Iceland Krona
sem er frekar týpískt fyrir þessa verslun.
Auk þess er ekki til nein svona týpa á Ebay sem segir mér ýmislegt…
En ég myndi endilega fara og prufa hann og fá allar upplýsingar sem þú getur um þennan gítar og póst hérna. Kannski færðu okkur til að endurskoða málið en þumalputtareglan hérlendis er sú (að mínu mati) ef þú kaupir þér gítar undir 50.000 kr, þá getur þú hreinlega sjálfum þér um kennt!
Ég vill ekki vera með neitt geðveikt hljóðfærasnobb… en ég ég þekki þetta bara af eigin reynslu og af því sem ég hef séð hérna þá er þetta bara budget viðmiðin. Af hverju ekki bara að safna sér aðeins meiri pening, viða að sér meiri upplýsingum og vera ánægður lengur með fyrsta gítarinn (eða annan eða þriðja…) í staðinn fyrir að hlaupa út í búð og versla eftir lúkkinu? (ég er samt ekki að drulla yfir lúkkið á þessum, bara ekki minn tebolli eins og maður segir).
Vill heldur ekki vera með neinn dónaskap en þetta er alfarið mitt álit og er ekki sett hérna til þess að móðga einhvern eða dissa hans skoðanir eða álit. :)