sko ég er með gott svar fyrir þig
farðu í tónastöðina og tékkaðu á G&L gíturunum. Legacy týpunum. Ég er ekki með söguna á hreinu og ég veit að einhver á eftir að koma með hana í kjölfar þessa svars sem væri æði því ég veit ekki rassgat um þetta.
En þetta veit ég. Leo Fender sem stofnaði Fender gítar fyrirtækið hélt á tímbili að hann væri að deyja úr veikindum….þetta var einhverntíman á 70´s tímabilinu þannig að hann ákvað að selja Fender fyrirtækið eins og það lagði sig. En síðan dó fauskurinn ekki og hann búinn að selja helvítis fyrirtækið. Þannig að hann tók höndum saman við George Fullerton í kringum 1980 og stofnuðu þeir G&L guitars. Þeir héldu samstarfi sínu vel þar til Leo kallinn tók uppá því að steindrepast árið 1991 (“there died the father of modern music”). En það sem hefur víst verið alltaf meiningin og punktur minn þar að auki í þessari sögu og máli er það að Fender gítararnir hafa aldrei verið jafn vandaðir og góðir eftir að Leo Fender seldi fyrirtækið. Og vill fólk meina það að ef þú vilt fá alminnilegan Strat eða Tele þá færðu þér G&L gítar ;)
bara mín skoðun á þessu öllu saman
G&Lsíðan