Já, þið segið það… Já, vandamálið gæti verið lélég eða engin jörð í gítarnum, lélegir pickuppar eða eitthvað annað. Athugaðu samt að þetta sé ekki bara venjulegt feedback, þeas ef þú spilar of nálægt magnaranum með of mikið gain. Með single coil pickuppa (Svona eins og á Stratocaster) er eðlilegt að þeir suði svolítið, þeir eru bara þannig. Humbuckerar eru hannaðir til að losna við þetta suð. Þetta suð getur jafnvel orsakast af lélegri jörð í rafmagninu í húsinu. Það var þannig hjá mér, magnarinn suðaði bara þegar hann var tengdur heima en ekki á öðrum stöðum, vandamálið var jarðtengingin í húsinu. Allavega tékkaðu eftirfarandi atriði:
1) Hættir suðið þegar þú færir þig fjær magnaranum? Ef svo, þá er þetta feedback.
2) Hættir suðið þegar þú snertir strengina? Ef svo er það léleg jörð í gítarnum, magnaranum eða húsinu. Eina leiðin er að athuga einn þátt í einu. Kannski prófa að skipta um gítar og spila, ef það suðar ekki er það jörðin í gítarnum. En ef það suðar enn er það jörðin í húsinu eða magnaranum en ein leið til að athuga það er að tengja magnarann og spila í öðru húsi. EF það suðar enn er það pottþétt magnarinn.
Ef þú finnur að gítarinn eða magnarinn sé málið farðu þá með græjuna í viðgerð. Rín taka að sér viðgerðir að þessu tagi.
EF það er jarðtengingin í húsinu sem er málið, þá er ekkert annað að gera nema að hringja í rafvirkja.
Vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað…