Ég hef aldrei átt Les Paul, svo ég get ekki borið þá beint saman, en menn sem hafa haft tækifæri til að bera saman ESP og Gibson gítara vilja frekar líkja LP og Viper saman og SG og Eclipse hvað soundið varðar, því LP og Viper eru með þykk og þung boddý, en EC og SG með þynnri, svo þótt Eclipse looki eins og Les Paul séð framan frá þá er hann talsvert léttari og soundar frekar ólíkt..
Gott að Eclipseinn þinn fer að detta inn. Ég er búinn að eiga “vintage” svartan Eclipse-I CTM síðan í nóvember og finnst hann stórkostlegur að öllu leiti nema að ég er ekki að fíla EMG 81 pickuppinn í brúnni, en ég er bara að bíða eftir að hljóðfærahúsið fái 85 handa mér í staðinn, ég fékk einn í vetur með ónýtum formagnara, en þósvo hann hljómaði eins og hann væri batterýslaus, þá heyrði ég alveg að sá pickupp hentar gítarnum mikið betur, fyrir minn smekk allavega. Menn segja að 85 pickuppinn henti svona þunnum gítar betur, en það er náttúrulega smekksatriði eins og hvað annað, en ef þú fílar ekki stock pickuppana, þá gætirðu prófað að setja 85/60 sett í hann ef þú nennir ekki að skipta yfir í passiva og þ.a.l. skipta um allt rafkerfið í leiðinni..