sko…
Þessvegna, eins og margir hafa réttilega tekið eftir, er t..d. 100W gítarmagnari ekki nándar nærri því helmingi háværari en 50W magnari, heldur bara svolítið háværari…
Eða til þess að flækja málin…
Strangt til tekið erstyrkurinn er ekki 10 dB frekar 9 eða það sem áður var kallað 1 phon. Twöföldun á afli jafngildir 10 x log 2 = 3,01dB.
Db er alltaf hlutfall af 2 stærðir þess vegna var það sem Bell fann var aðminnsti hljóðstyrkur sem meðalmaðurinn heyrir er 0dB. Það þýdir að hljóðstyrkur er mælt út frá þessu. það þýðir að t.d 100dB SPL (sound pressure level) er 100dB = 10 log (hlutfallið í W) ef formúlunni er snúið verður hlutfallið = inv log (100/10) = 10 i 10velði 10.000.000.000 það þýðir að til að spila 100dB þarf 1.000 milljónum fleiri w en það sem meðalmanni skynjar sem minnsti heyranleg styrkur. 120 Db er 20 dB meiri eða 10 x inv log( 20/10) 10 i veldið 2 eða 100 sinnum meiri afl sem þarf til að spila 120dB en 100dB. Svona er nú það…
Þessi tilvitnun er fengin að láni hjá Tónastöðinni (
sjá betur þennan link hér fyrir fulla grein).
Solid svar er að hann er háværari. Ef við erum bara að tala um combó þá er hann shitload háværari og þolir meira álag hátt stilltur.
http://www.hi.is/~ooa/myndir/1_4_02_sin_cos.gif
]Skoðið þessa mynd hérna Efri sveiflan lýkir eftir transistormagnara en sú neðri sýnir sveiflur lampamagnara…
Ef maður sér fyrir sér týpíska bylgju (cosinus eða sinus) sem er t.d. hljóð þá er það sveifla sem fer upp og niður fyrir strik. Þegar þessi sama sveifla er keyrð í gegnum transistor magnara og maður hækkar vel þá ‘klippir’ magnarinn toppana og botnana af hljóðinu af því að hann ræður ekki við sveiflurnar svona háar og lágar. En ef maður keyrir þetta sama hljóð í gegnum lampamagnara þá, í staðin fyrir að klippa ofan og neðan af sveiflunni, þrengir hann sveifluna (lampabjögun) en skilar samt botnunum og toppunum þannig að það í raun ‘heyrist’ meira fyrir vikið. Vona að þetta útskýri eitthvað. Annars er bara að googla þetta í rot.