Þessi keppni sem þú ert að tala um var haldin á Grand Rokk árið 2003 frekar en 2004… Þarna voru m.a. Danni Maus, Bjössi Mínus, Maggi úr Andlát og Shadow Parade og gaurinn úr Sólstöfum. Maggi vann keppnina með yfirburðum enda ójarðneskur þegar kemur að takthaldi. Veit ekki hvort eða hvenær hún verður haldin aftur en það er alveg ljóst að mar bíður spenntur :)
Annað er að það er mikill misskilningur að Bjössi Mínus hafi verið valinn fjórði besti trommari í heiminum. Þetta var kosning lesenda blaðsins Metal Hammer um hljómsveitir og hljóðfæraleikara ársins 2005. Ég á þetta blað og listinn samanstendur af:
1. Joey Jordison
2. Nico
3. Lars Ulrich
4. Frosti Minus……….Já góðir hálsar, þeir þekkja þetta svo lítið að þeir settu FROSTA í Mínus í 4. sæti yfir þá trommara sem sköruðu hvað mest frammúr árið 2005, sem er náttúrulega mjög fyndið útaf fyrir sig :)
“Já þeir sögðu að hann hafi verið trommari, þetta er svo sorglegt”