Það er eins með gibson bassa og gítara þeir eru mis góðir eins og þeir eru margir,en ég er nýlega búinn að eignast 15 ára gamlan gibson thunderbird og er það lang besta eintak af þeim sem ég hef komist með hendurnar á og jú ég er alveg að fýla hann í tætlur og nota nánast einungis þessa dagana ! en það er líka af því að hann hentar mér mjög vel sándlega séð,mjög mikill sub og öflug miðja en alls ekki of mikil samt, en ein regla sem er mjög mikilvæg þegar er verið að velja sér hljóðfæri og hún er fáðu einhverstaðar að prufa samskonar hljóðfæri áður en keypt er,því það sem hentar einum þarf alls ekki að henta þér ;o)Þetta á sérstaklega við þegar menn eru að panta sér af netinu !!
En allavega mín skoðun í dag er sú Gibson Thunderbird rúla !!! er búinn að eiga um 20 bassa og á nú Fender Jass,Rickenbacker 4003 og jú minn ástkæra Thunderbird
Sem sagt rjóman af gamla skólanum !
Bassar: Spector USA Bolt-On Series NS-5H2-EX,Spector USA Neck-Thru Series NS-4,Rickenbacker 4003 ,Ibanez ATK Prestige