Jæja stund skammarinnar er upprunninn en undan verður ekki vikist ef einvherjir eru jafn vitlausir og ég. Semsagt miklu púðri búinn að eyða í hvar væri best að láta gera við magnarann bera saman verð o.s.frv. og komst að því að sennilega væri best að kaupa bara nýjan þar sem hann var á tilboði line6 212 í tónastöðinni. Heim með nýja magnarann set í samband og nýji magnarinn er líka ónýtur.. SHit þetta fá þeir heldur betur að skella í ra…. á sér. Tala við Andrés í tónastöðinni sem ráðleggur mér að prófa nýja snúru ef vera skyldi að ég væri að nota óskermaða snúru. Ég geri það og allt alveg bjútí.. :-) Fer síðan að hugsa og illur grunur læðist að mér. Prófa gamla magnarann með nýju snúrunni og bingó, þessi líka fíni magnari.. Jæja, á þá bara tvo magnara. Line6 er alveg bjútí..hehe…