Ég veit það að sumt fólk stundar það að koma HINGAÐ frá Bretlandi að kaupa hljóðfæri vegna verðsins. Almennt held ég að verðlagið sé mjög svipað, nema um sé að ræða merki frá fyrirtækjum eins og Fender og Gibson, sem gefa stærri búðum (þ.e.a.s. þeim sem kaupa meira inn í einu) hagstæðari díl.
Bresk merki (t.d. Marshall, VOX, Laney) ættu líka að vera talsvert ódýrari úti, en það er spurning hvort það borgar sig með flutninginn og annað..
Ég hef reyndar heyrt það að búðir á Denmark Street séu í dýrari kantinum miðað við búðir annars staðar í Bretlandi vegna staðsetningarinnar (dýr leigan og annað svona á besta stað í London), en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það