Nei Amerísku eru framleiddir í vélum í USA, og Mexico eru framleiddir í vélum í Mexico.
Það eru til svo brjálaðslega mikið af gerðum af Fender Strat gíturum þannig við skulum ganga útfrá því að við séum að tala um Standard Made in USA Strat og Standard Made in Mexico Strat.
Litaval:
MIM - Sage Green Metallic, Blue Agave, Brown SB, Midnight Wine, Arctic White.
USA - Olympic White, 3 Colour SB, Black, Chrome Red, Butterscotch Blonde, Chrome Blue.
Lakk (eða hvað þið viljið kalla það)
MIM - Polyester (oftast aðeins þykkara).
USA - Ployurethane (oftast aðeins þynnra).
Hálsarnir hafa sama lakk (finish) en USAhefur rúnaðar brúnar (rolled edges) á fretborðinu.
Bodyin eru bæði búin til úr elri (Alder).
Báðir hafa 9.5" radius hálsa.
Frets:
MIM - 21 Vintage style frets (minni).
USA - 22 Medium Jumbo frets (stærri).
Pickuppar:
MIM - Ceramic Standard Strat pups. Standard switching config.
USA - American Strat pups. Delta-Tone system (higher output bridge pup and a No Load control for the middle and bridge pup). Standard config.
Tremolo stöngin:
MIM - Vintage style.
USA - Two point style.
Breidd á nutinu:
MIM - 42mm
USA - 43mm
Með USA kemur oftast taska sem fylgir ekki með MIM.
MIM hefur (auðvitað) Made in Mexico á hausnum en USA hefur (auðvitað) Made in USA í hausnum sínum.
Gæðin á framleiðslu á USA er oftast meiri, MIM hafa bara ekki sama gæða standard, það er vel hægt að finna MIM strat sem er helvíti líkur USA þegar það er búið að skipta út pickuppunum.
(Fékk megnið af þessum upplýsingum af netinu svo eitthvað af þessum orðum þarna vissi ég ekki hvernig átti að þýða nákvæmlega svo ég bara sleppti því) :)
Svo er náttúrulega líka hægt að fá sér Japanskan Fender Strat.