Það sem nafni sagði.. ESP eru líka frá 100 og uppúr.. þósvo þeir nái yfirleitt ekki jafnlangt “uppúr” og Gibson nema í alsérviskulegustu sérpöntunum..
Gibson gerast líka sekir um það að smyrja of miklu ofaná signature gítara, meðan hjá ESP eru þeir jafnvel ódýrari en aðrir custom shop gítarar..
Eftir því sem ég best veit þá eru bæði ESP og Gibson (þá er ég að tala eingöngu um heimalandsmerkin, ekki Kóreumerkin LTD og Epiphone) bæði framleidd á svipaðan hátt, “standard” hljóðfærin eru framleidd með réttu jafnvægi CNC og handvinnslu, meðan Custom græjurnar eru handunnar að mestöllu (ef ekki öllu) leiti..
Þetta eru alveg sambærileg merki að gæðum, en fjölbreytni er öllu meiri hjá ESP, þar sem þeir bjóða gítara úr elri, mahoný og hlyn, með 21,22 og 24 bönd, 24,75 og 25,5“ skala, Floyd Rose, Kahler, Vintage Trem og Tune-O-Matic og ýmsar pickuppasamsetningar meðan langflestir Gibbar eru með 24,75” skala, 2 humbuckera, 22ja banda hálsa Tune-O-Matic brú (nokkur afar fáséð módel reyndar með Bigsby eða einhver önnur furðuleg tremolosystem) og smíðaðir úr Mahoný eða Mahoný með hlyntopp.
Ég kaus samt sem áður Gibson, þar sem þeir customshop Gibbar sem ég hef prófað hafa skarað fram úr þeim customshop ESP sem ég hef prófað, auk þess sem úrvalið hjá Gibson er meira minn smekkur, með fastar brýr, þung boddý og þykka hálsa.
Ég á samt bæði “Standard” ESP (Eclipse CTM) og “Studio” Gibson (Explorer), og ESP-inn er miklu betri.