Já þannig er nú það, maður er orðin leiður á því að sitja einn heima og spila á gítarinn og þá vill maður komast í band. Þannig að ef það er eitthvað miskunnsamt band þarna úti (samt bara á höfuðborgarsvæðinu) sem er til í að hýsa eitt stykki 17 ára gítarleikara væri það vel þegið.
Ég mundi alveg telja mig hreint ágætan, ekkert sá besti viðurkenni það en alveg svona þokkalegur. Ég er búinn að spila á gítar í fjögur ár og var í GÍS í 1 og hálft annars bara heimalærður. Ég hlusta mest á klassískt rokk, sýkadelískt rokk/popp, folktónlist, blús og jazz og framsækið rokk, mínar mestu fyrirmyndir eru Pink Floyd, Dylan, Rolling Stones, ELP, Mars Volta, The Beatles og Allmann Brothers en annars er ég frekar opin (samt má öllu ofgera).
Með fyrirfram þökkum, sendið mér bara ímeil orn88@visir.is eða skilaboð á huga.