Ég var að spá mig langar svo rosalega í þennan hér og var að spá hvort að einhver hefur reynslu á honum . Þá má hann/hún alveg segja mér sitt álit á honum :D
Hugsa að það væri betra fyrir þig að miða örlítið hærra, þótt ekki væri nema bara á Epiphone G-310. Þú segir reyndar ekkert um hvort þú ert algjör byrjandi eða að leita þér að einhverju til að taka við af fyrsta draslgítarnum, en hvort sem er þá getur of lélegur gítar verið fráhrindandi svo þú æfir þig ekki eins mikið og þú ættir að gera.
hehehe ég átti svona gítar! :D .. eða ..á ennþá en nota ekki lengur eftir að ég fékk mér rickenbacker .. en mér fannst hann fokking snilld miðað við verðið .. kostar nátturlega eiginlega ekki neitt!!
þetta er nátturlega alls enginn hágæða gítar en fyrir þetta verð fannst mér hann persónulega mjög góður! .. en ég myndi reikna með að þurfa að kaupa þér annan gítar fljótlega .. eða fljótlega og ekki fljótlega .. þessi gítar myndi ég segi að væri ekki nægilega góður fyrir lengra komna gítarleikara .. en fyrir þá sem eru að byrja myndi ég hiklaust mæla með honum ..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..