Eins árs gamall Ibanez gítar til sölu. Gítarinn er af Daron Malakian (System of a Down) signature línunni og er hann númer 30 af 300 eintökum framleiddum. Gítarinn er byggður á ICX módelinu, sem er smækkuð útgáfa af Iceman (samt ekki baby útgáfa ^_^). Hann er með Ibanez Axis humbuckerum í bridge og neck, reversed headstock og neck-through body byggingu. Kvikindið er í toppstandi og sér varla á honum, en hann var keyptur nýr sem “B-Stock” eintak og hefur þess vegna einn ljótan útlitsgalla á hálsinum í kringum nuttið (sjá mynd), en hefur það alls engin áhrif á sustain né hljóminn í gítarnum. Fretboardið er úr rosewood og er hann 22 banda. Gítarinn er skreyttur með málverkum eftir Vartan Malakian, föður Daron Malakian, í bak og fyrir. En er það einmitt hann sem hannaði allt artwork fyrir diskana Mesmerize og Hypnotize.

Retail priceið á honum er $799 og ég er að hugsa um að láta hann fara á 50þús, með nýjum strengjum og hardcase ($100 virði).

Myndir: http://photobucket.com/albums/d22/hommakall/

Ég er staðsettur á Akureyri/Dalvík. Hafðu samband ef þú hefur áhuga
msn: ottarkristur@hotmail.com
sími: 8463008

Tilbúinn að senda hvert á land sem er fyrir smá auka kostnað vegna flutnings
Sprankton