Negatívó gúdd böddí… Þetta heitir ekki fríhöfn að ástæðulausu… þeir myndu setja ný skilyrði ef að hin venjulegu tollalög myndu ekki ná yfir þetta eins og t.d. með innflutning á áfengi og tóbaki. Meginreglan er sú að verðmæti hvers hlutar má ekki fara yfir 23.000 kr. og þarf að greiða (eins og í þessu tilviki) virðisaukaskatt af verðmæti umfram 23.000. Ef að gítar (t.d.) kostar 30.000 þá þarf að borga vsk af 7000 kr. af því að 30.000 - 23.000 = 7000. Og heildarverðmæti allra hluta má ekki vera yfir 46.000 þannig að ef mamma og pabbi væru bara með þennan gítar þá mætti hann samt ekki kosta meira en 23.000 en þau mættu taka 2 svoleiðis með sér.