Ég myndi ekki mæla með því að kaupa hljóðfæri frá custom shop línum þessara stóru(Gibson, Fender etc.). Sérstaklega eftir að ég heyrði eina sögu frá vini mínum sem er í tónlistarskóla úti í London og einn kennari hans þar vann hjá Fender. Hann sagði honum eina sögu af því þegar þeir fóru bara og tóku body og háls af Squier, fóru fyrir utan verksmiðjuna, tóku mold sem var fyrir utan og nudduðu henni á fingerborðið. Slógu síðan hálsinum og bodíum utan í hingað og þangað til að gera hann meira “custom”. Síðan tóku þeir venjulega stock pickuppa, settu þá grænt te (?!) og létu þá liggja þar í viku og settu síðan gítarinn saman.
Þetta var síðan allt saman merkt “Fender Custom” og seldist síðan innan nokkra daga á $10k. Btw þá sagði þessi fyrrverandi starfsmaður Fender að kaupa ALDREI custom hljóðfæri! ;)