Hljóðfærahúsið er með umboðið, en þegar ég talaði við þá um daginn þá sögðust þeir aldrei hafa tekið 60 týpuna inn því þeir bjuggust ekki við mikilli eftirspurn, en þeir færu örugglega að láta á það reyna. EMG eru rosalega sjaldan fáanlegir á netinu þar sem þeir anna einfaldlega ekki eftirspurn, en það var samt einhver hérna um daginn með link á síðu sem var að selja þá. Svo er náttúrulega alltaf eBay.
Varðandi soundið sem þú færð út, það fer algjörlega eftir magnaranum þínum. EMG eru ekki jafn frábrugðnir passívum pickuppum og menn vilja halda. 60 hljómar mjög vel með mikilli bjögun fyrir svona “smooth” róleg sóló. Ég hef ekki fundið góða “litla bjögun” með honum, en hef ekkert mikið verið að leita því ég nota hvorteðer yfirleitt pickuppinn í brúnni fyrir slíkt. Eins með svona “dirty cleans”, hef ekki mikið leitað eftir því úr 60 pickuppnum því ég nota brúarpickuppinn ofast í það.