hmm.. ég er persónulega geðveikt mikið á móti fender af eigin reynslu
ég á 5 strengja peavey axcelerator sem ég keypti notaðann á um 40þ og mér líkar afar vel við.
Besti bassi sem ég hef prufað er F-Bass, en maður fær þá ekki undir 370 þúsund nýja.
Með fínum bassa á ágætis verði mæli ég með Washburn Taurus T24 og T25. kosta 40-50þúsund.
Þegar ég kíkti í hljóðfærahúsið á dögunum var ég mjög hrifinn af einhverjum ibanez (5 strengja) sem kostaði 80 eða 90 þúsund.
Kíkti líka í Rín og spilaði á nokkra dean bassa, og myndi aldrei kaupa mér svoleiðis græju.
Fýla musicman eiginlega ekki þó að það séu margir sem gera það, þá er það ekki mitt epli.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF