Ef þú ert safnari eða vilt fá þér sekkjarpípu sama hvað hún kostar þá ættiru að gera þér grein fyrir að góð/ágætt sekkjarpípa kostar ekki mikið minna en 40.000 - 100.000 kr hingað komin til landsins.
En ef það hefur ekki áhrif á þín mál þá geturu gert nokkuð:
1. Pantað af netinu og látið senda hingað þá myndi ég mæla með að þú myndir tala við
Bagpipe Store (UK)(link).
2. Tala við Andrés í Tónastöðini og séð hvort hann geti fengið eina hingað til landsins fyrir þig (tekur smá tíma, líklegast 2-8 vikur).
3. Farið í hljóðfæraverslanir og séð hvort þeir geti bent þér á einhverjar pípur hér á landi sem eru til sölu (notaðara eða nýjar) í öðrum búðum (eða hjá einstaklingum).
Ég mæli samt sterklega með að þú kynnir þér þetta hljóðfæri vel áður. Þessar pípur eru mjög flottar og ég hef séð á netinu nokkrar fyri $220 (25.000 kr hingað komnar (ca.)) og ég mæli ekki með að þú fáir þér svo ódýrara því pípurnar sem eitthvað vit er í eru þessar afrísku og skossku. (Ekki bandarísku sem eru bara gerðar mest cheap og fjöldaframmleiddar í brjáluðu magni).
Annars gangi þér bara vel. :)