Skólagjöldin eru niðurgreidd, greinilega bara að 25 ára aldri, og Reykjavíkurborg gerir það. Ef maður á ekki lögheimili í Reykjavík er ekki heldur niðurgreitt. Þetta er nýtt og fólk er ekkert voðalega ánægt með þetta. Með þessu er eiginlega verið að sýna að þetta sé bara fyrir fólk í Reykjavík, þótt þetta sé Félag íslenskra hljómlistamanna.
Það er svona allsstaðar á landinu. Ég er í skóla á Egilsstöðum en bý ekki þar. Þess vegna er mikið dýrara fyrir mig að vera í tónskóla, fyrir utan það að skólinn niðurgreiðir ef ég sæki um það.