Ég nota ansi þunna strengi, en þykir leiðinlegt hvað botninn getur horfið fljótt úr þegar ég er kominn á d-strenginn og ofar. Mælið þið með einhverjum equaliser eða þannig græju fyrir bassa?
En ef þú ætlar að fá þér einhvern EQ þá er mikið meira vit í að fá sér einhvern rack eq sem er alveg 20 banda eða eitthvað í staðin fyrir kanski 3-7 banda pedal EQ sem er öruglega dýrari
Ég nota Nickel round wound strengi .045-.100 frá D'Addario sem eru virkilega góðir strengir, langar samt virkilega að prófa flat wound strengi, bara spurning hvernig það kemur út á einum jazz pickup og einum precission pickup.
Ég er með flatwound strengi í Reverend Rumblefish bassanum mínum, og ég dýrka þá. Það er einnig mjög gaman að spila með nögl á flatwound. Þeir hafa minna sustain en mýkra sound.
ég nota eingöngu DR lo riders sem eru 50-110 á þykkt.. ég er með jazz bass.. en sándið er mjög líkt p bass útaf því að ég er alltaf með hann víraðan raðtengt..
Á nú ekki musicman en bestu bassa strengir sem ég hef prófað eru Rotosound strengir. Gjörsamlega gjörbreyttu sándinu mínu. Ég prófaði nokkrar tegundir áðir en ég prófaði rotosound og ég stórlega efa það að ég muni nokkurntíman kaupa mér eitthvað annað. Annars þarf maður eiginlega bara að prófa frekar mikið þangað til að maður finnur tegundina sem að henntar sér best…
+1 DR lo riders.. virkilega fínir strengir.. Sounda mjög vel. en einnig virkilega gott að spila á þá því þeir hafa talsvert meira tension en flest aðrir strengir hér á markaðinum..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..