Hefur þú actually prófað gítar með EMG pickuppum af einhverri alvöru?
Ég hélt alltaf að EMG væru ekki fyrir mig útaf sögusögnum sem ég hafði heyrt um þá. Einn af gíturunum á GAS listanum mínum kom stock með EMG og ég var alltaf svo viss um að ég ætti eftir að skipta þeim út fyrir Duncan eða Gibson, en svo kemur hann heim, og eftir að ég skipti 81 gaurnum í brúnni út fyrir 85 (hann er btw svo með 60 við hálsinn), þá er þessi gítar sá best soundandi í öllu safninu mínu, og ég átti fyrir gítara með Duncan (Invader/Jazz) og Gibson (500T/496R) pickuppum og eignaðist skömmu seinna annan með Duncan JB/Jazz setti.
Line6 er framtíðin. Digital magnarar eru kannski ekki búnir að ná lampamögnurum að gæðum í dag, en vittu til, það mun gerast, og það eru ekki mörg ár í það! Ég gef því innan við áratug.
Spiderinn er hinn fullkomni “heimamagnari” að mér finnst. Hann soundar kannski ekki jafn vel og einhver “alvöru” Marshall eða Mesa lampamagnari, en hann kemst glettilega nálægt því fyrir þetta litla brot af verðinu sem hann kostar, og svo skemmir alls ekki fyrir að magnarar með transistorakraftmagnara sounda eins sama hve mikið þú hækkar, svo hann soundar vel þósvo þú sért bara með volume í tveimur svo þú færð þarna fínasta sound inni í svefnherbergi án þess að gera nágrannana geðveika.