jæja, ég hef verið smá að pæla í að fá mér einn svona smá ódýrann gítar og “tjúnna hann upp”.

þá var ég að pæla í að skipta um pick-uppa, í þessu eru bara venjulegir Passive stock pickuppar og ég var að pæla í að fá mér allavega EMG 81 í brúnna.

það sem ég vil vita er, hefur ekki komið grein um hvernig maður á að skipta um pick up í gítar og svona, því það væri afar þægilegt að þurfa ekki að fara eftir enskum leiðbeiningum, ekki það að það sé neitt mál bara þægilegra og fljótlegra að skilja allt saman… ég prófaði að flétta í gegnum greinanna og var kominn aftur í 2004 þegar ég hætti að nenna að leita og ákvað að skrifa kork í stað þess að halda áfram að leita því kannski var hvergi grein.

en er einhver grein um þetta? ef ekki, er þá ekki möguleiki að einhver þarna er alveg þvílikur sjéni í þetta og langar að skrifa grein um þetta?

takk fyri