Hmm… kannski pínku spez að koma með þetta hingað inn en það er gott að þú sért ekki feiminn með þetta. Það eru margir sem vilja meina að þeir sem eitthvað hrjáir verða að meiri mönnum í framtíðinni, samanber Einstein, Jay Leno og allir þeir sem eru dyslexískir… Óli Palli á Rás2 (Rokkland) stamaði t.d. rosalega mikið þegar hann var yngri.
En ég hef reyndar heyrt að það reynist sumum sem stama t.d. betra að koma frá sér heilli setningu með því að söngla hana. Það átti að hafa kviknað í einhverju húsi á Akureyri fyrir mörgum árum síðan og strákur sem stamaði mjög mikið hringdi í slökkviliðið. Hann stressaðist allur upp út af brunanum og ætlaði ekki að koma þessu frá sér þegar slökkviliðsstjórinn fattaði hver þetta var og bað hann um að syngja heimilisfangið (þar sem kviknað væri í) sem hann gerði og þá kom það allt í einni bunu…
Um að gera að google-a þetta bara og sjá hvert það leiðir þig…
http://www.google.com/search?hl=is&q=stutter+research&btnG=Leita&lr=