Já nú er komið að kveðju stund, ein af elskunum mínum þarf að fara, þar sem námið hefur forgang og svona, þá þarf maður á peningum að halda, því hef ég ákveðið að láta Epiphone The Dot fara.
Þessi gítar er æðislegur, frábært að spila á hann og alveg þvílíkt flott blús/jazz/rock sound í honum, ég hef átt margar góðar stundir með honum og hann er í óaðfinnanlegu ástandi.
Gítarinn er svartur og er frammleiddur í Ágúst 2003.
Myndir af þessum gítar má sjá hér:
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Með gítarnum fylgir Epiphone taska (hörð).
Eina sem vantar á þennann grip er Epiphone merkið sem er vanalega á pickguard hlífini og svo er búið að setja strap-locka í staðinn fyrir gömlu ólarfestinguna.
Hér má finna upplýsingar um þennann grip
Hér má sjá umfjöllun um þennann gítar 1
Hér má sjá umfjöllun um þennann gítar 2
Hér má sjá umfjöllun um þennann gítar 3
Ég óska eftir tilboðum í þennann gítar og hægt er að hafa samband við mig í gegnum Huga ef áhugi er fyrir hendi.
Þessi gítar kostar nýr 74.300 kr í Rín og taskann um 10.000 kr.