Ja, Theremin er sennilega fyrsta elektróniska hljóðfærið sem var fundið upp. Það er merkilegt fyrir þær sakir að það er sennilega eina hljóðfærið í heiminum sem þú spilar á án þess að snerta það!! Það hljómar frekar draugalega, ég skil ekki afhverju svona draugaband eins og Sigurrós notar það ekki, eða Björk, fínt með vælinu í henni!! Það hefur verið notað mikið í hryllings-og geimmyndir síðustu hundrað árin. Mig minnir að Jimmy Page í Led Zeppeli hafi notað það og einnig Beach Boys, eflaust einhverjir fleiri. Hér er linkur með meiri fróðleik.
http://www.thereminworld.com/article.asp?id=17