Nei, sko, saxófón er tréblásturshljóðfæri út af því að blaðið sem þarf að blása í er tré. Til þess að blása í hljóðfærið þarf að blása í gegnum tré (bambus oftast). Það er algjörlega óviðkomandi klappkerfinu. Þverflauta er með mjög svipað klappkerfi (ef ekki eins, ég man það ekki 100%) og klarinett og saxafón en samt er það málmblásturshljóðfæri (reyndar, blokkflauta getur flokkast undir tré) út af því að það er blásið í gegnum málmstykki. Óbó, faggot og sekkjapípa er sömuleiðis tréblásturshljóðfæri.
Munnstykki í saxafóni er úr plasti en blaðið er tré. Þess vegna er saxafón tréblásturshljóðfæri. Það þarf að slá á strengina til þess að hljóðið myndast, þess vegna er það áslátturshljóðfæri. Ég spurði tónfræðikennara minn sem er áslátturskennari og jazzpíanó leikari og búinn að ganga í gegnum einhverja þvílíka skóla sem ég veit ekki hvað heita og hann sagði að þetta væri áslátturshljóðfæri, þó að píanóleikarar væru tregir til að viðurkenna það.