Nú hef ég mikið verið að pæla hverslags gítar ég ætti að fá mér.

Ég hef endanum séð eiginlega bara frammá að fá mér Stratocaster eða Jaguar. Ég fæ mér báða pottþétt, spurningin er bara hvorn ég eigi að fá mér fyrst.

En þar sem ég er búinn að kynna mér þessa gítara fram og aftur þarf enginn virkilega að segja hvernig gítarar þetta eru.

Mín megin spurning er kannski. Hvernig magnara væri best að blanda við þetta.
Ég er rosalega í svona Jack Johnson pælingum. Ef þið vitið ekki hver kauði er þá getið þið slegið upp nafninu hans hér.

Hann er með þetta týpíska strat sánd. Getur einhver sagt frá sínu sjónarhorni hvað honum finnst vera magnarinn í djobbið. Líka fá almennt álit.

Ef einhver á strat eða Jaguar til sölu má hann endilega tala við mig líka. :D
Hlutir….