Jæja þá er komið að því að reyna við en eitt hljóðfærið og þar sem ég hef aðgang að einu stykki Yamaha Saxafón þá langar mig að reyna við hann og sjá hvort maður geti eitthvað gert (og hver veit nema að maður fari áfram í nám ef maður kann vel við Saxafóninn).
Ég vill spyrja, hvar er best að byrja (æfingar og því um líkt) ef maður kann lítið sem ekki neitt og vill bara ná smá laglínu og reyna að láta þetta hljóma ágætlega ?
Ég kann nokkrar nótur (þó ekki margar) á píanó og vona að það hjálpi eitthvað.
Endilega ef það eru einhverjir blásturshljóðfæraleikarar eftir hérna inná þá væri fínt að fá smá upplýsingar. :)
Fyrirframm þökk.
Skítköst eru vinsamlegast afþökkuð.