Það er ekki spurning um að vera góður held ég. Það er auðvitað plús. En eins og t.d. þá hef ég farið tvisvar í áheyrnarprufur og ætla mér í þriðja skiptið núna aftur. Eins og ein stelpa sem ég er að vinna með, hún er ekki góð á gítar en hún komst inn í gítarinn í FÍH og kærastinn hennar varð undrandi því hann er víst ótrúlega góður og hefur ekki komist inn.
Þetta fer voðalega mikið eftir því líka hvernig þú kemur fyrir í áheyrnarprófinu, ekki reyna að sýna sig, vera jákvæður og glaður, sýna áhuga og svoleiðis. Velja lög að spila sem þér finnst þægilegast að spila sem sýnir það sem þú getur gert nokkuð vel eða ágætlega. Reyna að fá að gera sem mest held ég, fá kannski að improvisera, það ætti að vera mjög gott hefði ég haldið (ég fattaði það ekki þegar ég fór en ætla að gera það næst)
Og bara sýna hvað þú villt mikið komast inn og hversu ákveðin þú ert í þessu.