sko Paul Gilbert er einn fjölhæfasti, hraðasti og tæknilega færasti gítarleikari sem ég veit um… þetta sóló er ekki gott dæmi um fjölbreytileika en trúðu mér þessi maður getur og hefur spilað hvað sem er meistaralega… flamenco, klassík, blús, rock, jazz, funk, metal nefndu það.
Hann er einnig mjög góður á kassagítar og hefur gefið út eina live kassagítarplötu sem heitir “Acoustic Samurai”.
Ég skil samt vel að margir hafi ekki gaman að svona ofurgítarsnillingum en ég dýrka alla vega Paul Gilbert fyrir ótrúlega tækni og hæfileika.
Hvernig dettur þér svo í hug að bera saman jafn ólíka gítarleikara eins og Paul Gilbert og Johnny Cash… ég meina ég hef mjög gaman að þeim báðum en það er varla hægt að bera þá saman að mínu mati. Johnny Cash er hins vegar án efa margfalt betri söngvari og textasmiður.
Æfingin skapar meistarann