Komiði sæl!

Ég var nú bara svona að velta því fyrir mér, hver skoðun fólks væri á þessum umrædda skóla?! Ég held að ég hafi aldrei lesið neitt neikvætt um þennan skóla á netinu þannig að ég ætla vera “fíflið” sem byrjar á því að dissa skólann! Það vill svo skemmtilega til að ég er einmitt nýbúinn að klára eina önn í Gís, ég var ekki í vafa hvaða skóla ég vildi fara í þegar ég ákvað að fara í gítarnám, þar sem ég hafði bara heyrt að þetta væri frábær skóli… ég get því miður ekki tekið undir það:/ Fjöldi nemenda er mikill og fjöldi ómenntaðra kennara einnig. Ég er samt alls ekki að segja að ómenntaðir kennarar þurfi að vera eitthvað verri fyrir vikið en mér finnst þó algjört lágmark að þeir viti hvað þeir séu að gera?! Mér finnst stundum eins og þessi skóli einkennist af einskonar “færibanda” vinnubrögðum. Sjálfsagt fer þetta mikið eftir því á hvaða kennara þú lendir, en ég veit að ég er ekki eini gaurinn sem lendir á kennara sem veit lítið hvað hann á að kenna. Hvað er t.d. asnalegra en að mæta í tíma og vera spurður af kennaranum sínum hvaða maður vilji gera í dag?! Kennarar eiga að vera KENNARAR og skaffa manni efni sem þeir telja að sé bezt fyrir mann að læra!
Komiði með komment á þetta, ég er farinn að halda að ég sé eini í heiminum með þessa skoðun!

PÍS ÁT