Gunni í Tónastöðinni talaði um að formagnaralampana þyrfti ekkert að spá í nema þeir væru alveg að deyja, þ.e. að magnarinn væri að hætta að virka. Annars vilja sumir hafa gamla lampa því að þeir eiga að gefa meiri karakter. Mér finnst það persónulega vera búllsjitt og sérstaklega eftir að ég prófaði sjálfur að skipta um einhverja Groove túbur og setja JJ túbur í staðinn.
Tónastöðinni, svo getur verið að hann fái þá líka í Miðbæjarradíó… hann er ‘currently’ með Electro Harmonix og Svetlana túburnar (man ekki hvað þær heita) en það er aðeins dýrara þar en í Tónastöðinni.
persónulega held ég samt að lampar hljómi best svona ca. 3 vikum eftir að þeir eru settir í við hæfilega notkun. Mér fannst sándið verða skemmtilegra í Orange'inum þegar það var búið að spila lampana aðeins til. Annars held ég að það sé tóm della að gamlir lampar séu skemmtilegri. Ætli þetta sé ekki bara eins og með vélar í bílum, það er alltaf einn og einn sem vill bíl með sál/karakter sem fer einstaka sinnum í gang og er alltaf með eitthvað vesen. Persónulega vill ég bara að dótið mitt virki, og virki vel.
Takk fyrir, takk takk. Ég mun reyna að stefna að algjöru einræði og áframhaldandi bágum kjörum handa þeim sem minna meiga sín. Málfrelsi verður í hávegum haft svo lengi sem fólk hefur sömu skoðanir og ég. Lokað verður öllum virkjunum og öll raforka landsins verður flutt til landsins í formi 9volta battería með ryðguðum rússneskum beta útgáfum af togurum.
Sem er einmitt nákvæmlega konseptið á bakvið tónleikana þar sem listamenn á borð við Sigur Rós og Björk o.fl. ætla að mótmæla virkjunum. Þetta verða reyndar ekki læf tónleikar en þau ætla samt bara að nota rafmagn sem er lífrænt ræktað í lífrænt ræktuðum spennugjöfum svo að þeir stuðli ekki sjálfir að ofnýtingu raforkuauðlinda sem má ekki nýta!
Ég get verið kosningastjórinn þinn og lofað fyrir þig að það verði alltaf sumar á Íslandi og engar flugur. Svo verðuru náttúrulega að hafa það á stefnuskránni að þú lofir hjólreiðamönnum meðvind… það er alveg klassískt! Maður skorar alltaf atkvæði út á það :þ
já, það er náttúrulega bara gefið að hjólreiðamenn fái alltaf meðvind. Ég ætla líka að skipa nefnd til að skrifa bókina “Hvernig á að verða heavy góður gítarleikari á einum degi án þess að æfa sig!”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..